Penslar með FSC vottun

FSC vottunin er mikilvæg sönnun þess að viðurinn sem notaður er í Flügger penslana er fenginn á ábyrgan hátt.

Þessir penslar eru nú FSC vottaðir

FSC vottunin er lítið skref í rétta átt. Eins og forstjóri okkar, Sune Schnack orðar það:

"Við styðjum verkefni sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við vitum að þetta er lítið skref. En með FSC vottuninni gerum við rekstur Flügger aðeins ábyrgari."

"Framtakið er hluti af okkar heildar sjálfbærnistarfi þar sem við erum stöðugt að reyna að bæta vörurnar okkar – ekki síst vegna þess að við viljum líka vera aðlaðandi birgi í hinum fjölmörgu byggingarverkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi," segir Sune Schnack.

Ábyrgð alla leið frá skóginum til penslanna

Með FSC vottuninni fær Flügger keðjuvottun í Chain of Custody. Þetta þýðir að öll stig framleiðslunnar eru vottuð. Susanne Brendstrup, sem er yfirmaður QHSE hjá Flügger og ber ábyrgð á verkefninu hafði þetta um verkefnið að segja:

"Með keðjuvottun tryggjum við að viðurinn með FSC vottuninni í Flügger penslunum okkar sé framleiddur á ábyrgan hátt alla leið frá ræktun að fellingu trjánna. Þannig tökum við líka ábyrgð á heildarferlinu."

Til að tryggja FSC vottunina verða starfsmenn verksmiðjunnar í Bankeryd að fylgja ákveðnum reglum sem skilgreindar eru í stöðlum um innkaup, móttökueftirlit, framleiðslu og lokaeftirlit.


Staðreyndir um FSC:

1. FSC merkið er mest notaða og viðurkenndasta merki heims fyrir sjálfbæra skógrækt.
2. Öll efni sem notuð eru koma frá FSC-vottuðum skógum.
3. Vörur með FSC vottun hjálpa til við að tryggja skógrækt framtíðarinnar.