Flügger 80 litakortið
80 litir með tímalausri hönnun og samhljómun
Flügger 80 er sérhannað litakort þar sem allir litirnir eru nýjar uppskriftir. Sérstaklega þróað af hönnunarteymi og litasérfræðingum okkar.
Litirnir 80 tóna allir mjög vel saman. Þess vegna getur þú ráðlagt litaval innan kortsins, litirnir passa allir við hvorn annan.
Hugsunin með kortinu er að auðvelda litaráðgjöfina. Kortið styður þig í ráðgjöfinni og markmiðið er að auðvelda það skref. Stundum vill það verða strembið að taka þá ákvörðun fyrir suma, sem þið eflaust þekkið
Við lögðum áherslu á að litakortið væri þægilegt að taka með sér. Þannig passar litakortið í vasann á vinnubuxunum.
Allir 80 litirnir eru ljósþolnir, sem þýðir að litirnir eru bæði inni- og útilitir.
Nýja litakortið samanstendur af 80 fallega samhljómandi litum sem styðja allir hvern annan. Ef þú velur einn eða fleiri liti úr kortinu er þér tryggð glæsileg og samræmd útkoma.
Með yfirgripsmikilli greiningu á litatísku, litastraumum og óskum neytenda hefur hönnunarteymi okkar hannað liti í tónum sem þykja bæði nútímalegir og bjóða uppá óendanlega möguleika. Ásamt þekkingu litasérfræðinga okkar á öllu frá gæðum litarefna til samspils litapasta og grunnstofna í litum hafa 80 litir verið búnir til með tímalausum gæðum í framúrskarandi þekju.
Nánari upplýsingar og allskonar fróðleikur um kortið er að finna hér