Málningarlímböndin uppfærð og skipulögð
Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir litina og breiddina í vöruúrvalinu.
Við settum saman auðveldara yfirlit yfir vörulínuna í málningarlímböndunum og kynnum nýja meðlimi í hópnum. Þetta er allt vel sett upp og merkt með litaskipulagi, þér til hægðarauka til að þú getir gripið með þér það sem hentar fyrir verkið þitt.
- Hvíta eru fyrir inniverk, ódýrust og minnstu gæðin.
- Appelsínugulu eru sterkustu límböndin fyrir inniverkin en þau eru vinsælust.
- Bláa er frábært í útiverkin og hafa verið afar vinsæl fyrir sína styrkleika og UV þol.
- Græna er nýjasti meðlimurinn, sterkast í útiverkin.
- Fjólubláa er fyrir viðkvæm verkefni, eins og til dæmis þegar þú þarft að teipa veggfóður og mála við hliðina á því.
Hver tegund af málningarlímbandi hefur svo verið merkt rækilega með upplýsingum, eins og hver styrkleikinn, hvort það henti inni eða úti, styrkleiki límbandsins, UV þol, o.s.fv. Hér fyrir neðan sérðu merkingarnar sem eru á rúllunum sjálfum þegar þú ert að velja úr hillum verslananna.