Flügger Seal kíttislínan

Flügger Seal er heildarlínan okkar af kíttum með eiginleika sem eru aðlagaðir að öllum hugsanlegum verkefnum, bæði þegar málað er úti og inni.

Tvær nýjustu seríurnar okkar eru sérstaklega þróaðar með áherslu á tillitssemi við umhverfi, vinnuvistfræði og vinnuumhverfi. Hjá okkur færðu kítti sem eru tæknilega betri, hraðari og skilvirkari að vinna með.
Flügger Seal kíttislínan

Áhersla á umhverfið með Svansvottun

Wall Seal Pro er kórónan á dýrðinni, sem er eitt fárra kítta á markaðnum sem er svansvottað. Svansvottunin er trygging þín fyrir því að varan sé vandlega prófuð, skjalfest og uppfylli strangar umhverfiskröfur. Varan er einnig með UV síu sem tryggir að samskeytin haldist hvít með tímanum og hún er teygjanlegri og festist betur við báða fleti í samskeytunum. Sjáðu alla kosti hér:

Wall Seal Pro – Háþróað með virkni og umhverfi efst í huga

  • Svansvottuð vara
  • Uppfyllir ströngustu gæðakröfur
  • Uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur
  • Hæsti losunarflokkur – M1
  • Má nota af þunguðum konum án takmarkana
  • Virkar í samskeytum allt að 20 mm
  • Góð teygja
  • Rýrnar í lágmarki – 85% þurrefni
  • Hægt að mála yfir – en ekki nauðsynlegt

Flex Seal Pro - sveigjanlegasti kosturinn í kíttum

Flex Seal Pro er topp kítti sem uppfyllir flestar þarfir með eiginleikum eins og:

  • Mikill sveigjanleiki
  • Frábært fyrir samskeyti
  • Virkar í samskeyti í allt að 30 mm
  • Ætlað til notkunar úti og inni
  • Þolir í saltvatnsumhverfi
  • Hægt að mála yfir – en ekki nauðsynlegt
  • Virk UV sía tryggir að samskeytin haldist hvít
  • Kíttið skreppur ekki saman heldur helst eins og það hefur verið lagt
  • Hægt að nota sem lím á milli glers, plasts, viðar og málms
  • Hæsti losunarflokkur – M1



Rétta varan í verkið

Hvort sem þú vilt bara fela lítið gat eða leggja þykkari samskeyti á milli tveggja efna - t.d. gluggakarms og veggs, þá erum við með réttu vöruna í verkið.

Hér neðan höfum við dregið saman helstu eiginleika hvers og eins efnis og freistum þess þannig veita betri yfirsýn og ráðgjöf við velja rétta kíttið hverju sinni: 

Yfirlit yfir kíttislínuna

 

Tegund

 

Inni/
Úti 

 

Yfir-
málun
 

 

Við-loðun 

 

Fylling 

 

Teygja 

 

Mýkt 

 

Breidd
f
úgu 

UV sía
sem hamlar
gulnun
 

 

Umhverfis
vænt
 

Flügger Wall Seal 

Inni 

Já 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

Flügger Wall Seal Pro 

Inni 

Já 

*** 

 

**** 

 

**** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

Flügger Wood Seal 

Inni/Úti 

Já 

 ***

 

**** 

 

**** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

Flügger Flex Seal Pro 

Inni/Úti 

Já 

***** 

 

***** 

 

***** 

 

***** 

 

***** 

 

***** 

 

***** 

 

Flügger Flex Seal 

Inni 

Já 

*** 

 

***** 

***** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

*** 

 

Flügger H2O Seal Pro 

Inni 

Já 

*** 

 

**** 

 

**** 

 

*** 

 

**** 

 

*** 

 

*** 

 

Flügger Wet Seal 

Inni/Úti 

Nei 

**** 

 

***** 

 

**** 

 

**** 

 

**** 

 

**** 

 

**** 

 

Spurt og svarað

Nýja Wall Seal er þynnra og mýkra - Hvað hefur breyst?

  • Við framleiðsluna notum við nú uppskrift sem er þæginlegra að vinna. Auðveldara er að ná efninu út úr túpunni og það er mýkra að draga úr því.
  • Efnið er teygjanlegra en áður og hefur betri viðloðun við báðar hliðar í samskeytunum.
  • Nú er lágmarksáhætta á að málning springi á kíttinu - sér í lagi mött málning

Þjóðráð: Skerðu minna gat en venjulega á stútinn. Þannig má koma í veg fyrir að túpan gefi frá sér of mikið efni í einu.

Er nýja Wall Seal gulara en það gamla?

  • Nýja Wall Seal er með örlítið dekkri / gulari tón en fyrri útgáfan. Þetta er ekki ósvipað og með mismunandi útgáfur af hvítum litum í málningu. “Málarahvítt, Beinhvítt o.s.frv.
  • Liturinn getur virkað mismunandi eftir því hvernig lýsingin er í rýminu.

Þjóðráð: Ef krafa er gerð um alveg hvíta fúgu sem helst hvít til lengri tíma þá mælum við með Wall Seal Pro, sem inniheldur UV-síu sem hindrar upplitun.

 

Hvað varð um lokið fyrir stútinn sem fylgdi með túpunum áður?

  • Í Going Green stefnu Flügger höfum við sett okkur markmið um að draga úr notkun óþarfa plasts.

Hvaða kítti á ég að nota í samskeyti milli veggja og lofts - áður en ég mála yfir?

  • Ef um er að ræða granna fúgu sem ekki er hreyfing á þá getur þú notað Wall Seal. Ef búast má við hreyfingu á samskeytunum þá ættir þú að velja Wall Seal Pro þar sem það er teygjanlegra efni.

Ég er með lítið skrúfugat sem ég náði ekki að hylja með málningu - Hvaða kítti get ég notað til að fylla það?

  • Ef þú ætlar ekki að mála yfir þá mælum við með að nota Wall Seal Pro, þar sem UV sían í efninu dregur úr hættunni á að það gulni með tímanum.

Það er breitt gap á milli veggja og gólflista hjá mér - Hvaða kítti hentar best til að loka þessari rifu?

  • Flex Seal Pro hentar best til að loka breiðum fúgum. Það kítti hefur bestu teygjuna og viðloðunareiginleikana við báða fleti. Ef fúgan er minni en 20 mm og hreyfingin er innan við 10% þá hentar Wall Seal Pro líka.

Hvenær má ég mála yfir kíttið - Þarf ég að bíða í 24 tíma?

  • Stutta svarið er að það má mála yfir kíttið þegar það er orðið þurrt. Ef þú ert með matta málningu þá borgar sig að gefa fúgunni lengri tíma en þegar verið er að mála yfir með málningu með hærri glans.
  • Tíminn sem kíttin okkar þurfa til að ná fullri hörku er venjulega 1-3 dagar. Þessi tími er breytilegur eftir hitastigi, rakastigi og breidd fúgunnar. Almennt má segja að við venjulegar kringumstæður sé í lagi að mála yfir eftir 24 tíma.

 

Hér má finna kíttin á vefsíðunni okkar.