Wagner málningarsprautur
Hjá Flügger færðu hágæða málningar- og spartlsprautur frá þýska fyrirtækinu Wagner. Wagner hefur verið starfrækt í 75 ár og hafa mikla reynslu í málningar og spartlsprautum.
ProSpray 3.21
Vinsælasta dælan frá Wagner á Íslandi síðustu ár. Þetta er alhliða sprauta sem hentar í minni verk á flest alla fleti inni og úti. Handhæg og auðveld í flutningum. Hámark 0.023“ spíss, 2.0l/min, 17.9kg.
ProSpray 3.25
Öflug dæla með digital skjá sem hentar í flest verkefni bæði vatns- og þynnisþynntar málningar. Kemur á góðum dekkjum sem henta vel á vinnusvæðum. Hámark 0.027“ spíss, 2.6l/min, 27.4kg
SuperFinish 23
Vinsælasta dælan í Danmörku síðustu ár. Öflug og endingargóð membrudæla sem ræður við flestar tegundir málningar og lakka. Tæknin á bakvið membrudæluna tryggir minni efnissóun. Hægt er að nota dæluna bæði með slöngu beint í fötu eða með 5-20l sílói til að minnka efnissóun enn frekar. Hámark 0.023“ spíss, 2.6l/min, 27kg.
PowerPainter 90
Flott dæla fyrir þá sem eru að byrja. Hjálpar til við að klára lítil og meðalstór innanhúsverk. Hámark 0.019“ spíss, 1.6l/min, 23kg.
FinishControl 3500
Handhæg sprauta fyrir minni fleti t.d. ofna, innréttingar o.fl. Þökk sé XVLP tækni (Extra volume Low Pressure) færðu sérstaklega fínan úða. Kemur í góðri tösku fyrir sprautu og aukahluti. Auðvelt er að skipta um könnu á milli efna.
HeavyCoat 950
Öflug eins fasa spartldæla sem ræður við flestar spartltegundir á markaðnum. Hámark 0.052“ spíss, 6.6l/min, 85kg.
PlastCoat HP 30
Einföld og öflug eins fasa spartldæla sem ræður við flestar spartltegundir á markaðnum. Notast við Rotor-Stator tækni sem tryggir auðvelda notkun og góða endingu. Hámark 0.055“ spíss, >10kg/min, 72kg