Borið á pallinn - skref fyrir skref

Hér eru einfaldar leiðbeiningar um það hvernig skal olíubera pallinn.

• Forðist að bera pallaolíuna á í beinu sólarljósi, þá getur hún þornað of hratt og ekki fengið nægjanlegan tíma til að smeyga sér ofan í viðinn til að mynda verndunarfilmuna sem þú sækist eftir.

• Meðhöndla skal verkefnið að bera olíuna á á kerfisbundinn hátt.

• Berðu olíuna á á lengd viðsins, ekki breidd hans, heldur í þá átt sem hver og ein spýtan liggur - settu olíuna á samfellt á hverja spýtu, eða blautt í blautt, en það tryggir jafna áferð.

• Passaðu að bera á hvern planka í einu, í sinni heildar lengd, alla leiðina yfir pallinn. Ekki skipta pallinum upp í "kubbalöguð" svæði, þá áttu á hættu á að pallurinn verði mislitur. Hér þarf að muna að bera á lengdina eina í einu en ekki breiddina.

• Vinnið olíuna ofan í viðinn þar til viðurinn er mettaður og birtist samræmdur án þess að mynda lakklög.

• Ef það eru svæði með umfram olíu skaltu þurrka hana af með kusklausri tusku. Ef mismikið af olíu eru á pallinum, og hún fær að þorna þannig, áttu á hættu að lenda í mislitun.