Svona sinnir þú viðhaldi á garðhúsgögnum úr viði
Þegar sólin skín og golan gælir við vangana er dásamlegt að slaka á úti á palli eða í garðinum. Sprungur, mislitun, grár viður og rakaskemmdir geta hins vegar varpað skugga á sumargleðina og því er mikilvægt að huga vel og tímanlega að viðhaldi.
Þegar sólin skín og golan gælir við vangana er dásamlegt að slaka á úti á palli eða í garðinum. Sprungur, mislitun, grár viður og rakaskemmdir geta hins vegar varpað skugga á sumargleðina og því er mikilvægt að huga vel og tímanlega að viðhaldi.
Allur viður utanhúss er berskjaldaður fyrir veðri og vindum. En vissir þú að garðhúsgögnin þín eru enn viðkvæmari fyrir veðrun en annað tréverk?
Það er vegna þess að á garðhúsgögnum eru margir láréttir fletir sem rigningarvatn getur safnast fyrir á – og þar með skapast aukin hætta á rakaskemmdum, sveppagróðri, þörungavexti og fúa. Ef viðurinn fær ekki reglulega umhirðu og viðarvörn fer fljótlega að sjá á honum.
Rigningin er ekki eini óvinur garðhúsgagna. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta nefnilega líka skaðað viðinn og gert hann þurran, litlausan og gráan. Þess vegna er gott að bera reglulega viðarolíu á húsgögnin til að viðhalda fallegu útliti og náttúrulegum ljóma viðarins. Viðarhúsgögn endast ekki að eilífu, en með svolítilli vinnu og fyrirhyggju getur þú notið garðhúsgagnanna vel og lengi.
Og til að halda garðstólunum eða garðborðinu í toppstandi þarf hvorki mikla handlagni né mikinn tíma. Hér eru stuttur leiðarvísir um hvernig þú sinnir viðhaldi viðarhúsgagna á fljótlegan og einfaldan hátt.
Fyrst þarf að hreinsa og pússa
Það má hvorki bera olíu né viðarvörn á viðarhúsgögn fyrr en búið er að hreinsa burt óhreinindi og skít frá nýliðnum vetri. Þú þarft því að byrja á rækilegri hreingerningu.
- Burstaðu viðinn með stífum bursta og miklu vatni. Ef húsgögnin eru mjög óhrein er gott að setja svolítinn viðarhreinsi út í vatnið. Ef málningarleifar eru á húsgögnunum er gott að nota sköfu til að fjarlægja leifarnar.
- Þegar þú hefur hreinsað húsgögnin þarf að láta þau þorna alveg áður en þú heldur áfram. Ef það er rigning í kortunum skaltu því gæta þess að láta húsgögnin standa í skjóli.
- Næst þarf að pússa viðinn og búa hann vel undir meðhöndlunina. Þú þarft að pússa viðinn tvisvar – fyrst með grófum sandpappír (kornastærð 100–120) og því næst með fínni sandpappír (kornastærð 200–300). Gættu þess að pússa viðinn á lengdina. Yfirborðið þarf að vera slétt og laust við misfellur svo lokaútkoman verði sem best.
- Mundu að þurrka eða bursta húsgögnin vel eftir að þau hafa verið pússuð þar sem ryk og aðrar efnisleifar geta spillt lokaáferðinni.
Nú getur þú borið á olíu eða viðarvörn
Þegar búið er að pússa viðinn skaltu ná í málningarfötu og pensil. Það er gott að velja dag þegar það er hlýtt og stillt í veðri, en ekki glampandi sól. Æskilegasta hitastigið er á milli 10 og 25 stig.
- Ef garðhúsgögnin hafa ekki verið máluð skaltu byrja á að grunna þau. Þá þarf að leyfa grunninum að þorna til næsta dags. Ef húsgögnin hafa verið máluð er óhætt að sleppa þessu skrefi.
- Berðu viðarvörnina eða olíuna á með pensli – þú getur t.d. notað Flügger Wood Tex viðarvörn eða olíu. Málaðu með löngum, jöfnum strokum og með nóg af efni í penslinum, helst í tveimur umferðum, til að vera viss um að viðurinn sé vel mettaður.
- Leyfðu málningunni að þorna í tvo daga. Ef það er spáð rigningu þarf að hafa húsgögnin á þurrum og skjólgóðum stað á meðan þau þorna.
Hversu oft þarf ég að meðhöndla garðhúsgögnin mín?
Almennt séð er skynsamlegt að olíubera garðhúsgögn tvisvar á ári. Þannig kemur þú í veg fyrir að viðurinn verði grár og líflaus. Máluð garðhúsgögn hafa auk þess gott af því að fá eina umferð af málningu árlega, en þetta getur verið matsatriði – fylgstu með því hvort sprungur eða önnur merki um slit sjást á yfirborðinu.
Ef garðhúsgögnin eru úr tekki þarf að meðhöndla þau jafn oft. Tekk inniheldur mikið af trjákvoðu frá náttúrunnar hendi og þolir þess vegna meiri veðrun og endist betur en aðrar viðartegundir. Þú þarft þess vegna aðeins að bera olíu á tekkið þegar það byrjar að grána.
Mundu að ef þú ert ekki viss um hvað sé besta meðhöndlunin fyrir þín garðhúsgögn, eða ef þú þarft einhverjar ráðleggingar, er þér ævinlega velkomið að líta við í næstu Flügger-verslun.
Gangi þér vel!