Dekso AÏR
Flügger Dekso AÏR er ofnæmisvottuð málning fyrir þig sem verndar þig sérstaklega þegar þú málar.
Ofnæmisvottuð veggjamálning
Flügger Dekso AÏR er ofnæmisvottuð málning fyrir þig sem verndar þig sérstaklega þegar þú málar.
- Inniheldur engin ofnæmisvaldandi efni
- Vottuð með norræna astma- og ofnæmismerkinu
- Sömu hágæði og virkni eins og aðrar vörur okkar
Dekso Aïr er fyrsta ofnæmisvottaða málningin á markaðnum með norræna astma- og ofnæmismerkinu. Að auki er hún einnig með þremur þekktustu og viðurkenndustu merkjunum: Svansmerkinu, M1 og ESB blóminu. Þetta þýðir að málningin er vönduð, tekur tillit til umhverfisins, hefur litla útgufun og inniheldur ekki ofnæmisvaldandi efni.
Hvað þýðir astma- og ofnæmismerkið fyrir þig sem neytenda- eða atvinnumálara?
Astma Allergy Nordic er samnorræna astmaofnæmismerkið, sem þrjú opinberu astma- og ofnæmissamtökin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi standa að baki. Merkingin er trygging þín fyrir því að málningin inniheldur ekki flokkuð ofnæmisvaldandi efni sem m.a. getur valdið snertihúðbólgu.
Dekso AÏR er framleitt í eigin verksmiðju Flügger í Kolding í hvítu og beinhvítu. Ekki er hægt að lita málninguna eftir á, þar sem merkingin hverfur þá.
Fyrsta málningin í heiminum með samnorræna astma- og ofnæmismerkið
Að sögn Anne Holm Hansen, forstjóra Astma-Allergy Denmark, vita þau að meðlimir þeirra vilja málningu sem þeir þola. Málning sem veldur ekki astma og snertihúðbólgu á húðinni. Þeir vita líka að það getur verið erfitt verkefni fyrir framleiðendur og kunna því að meta að Flügger hefur tekið virkan þátt að mæta þessum kröfum og hefur þróað Dekso AÏR og fengið það vottað. Þetta gefur fólki með ofnæmi, en einnig venjulegum neytendum, tækifæri til að kaupa ofnæmisvottaða málningu á öruggan hátt.
Fjórar góðar merkingar í einni málningu
Auk þess að málningin er astma- og ofnæmismerkt ber hún einnig norræna svansmerkið og ESB blómið sem tryggir umhverfisvænna val. Þessar vottanir hafa líka strangar gæðakröfur, þannig að þú gerir ekki málamiðlun á gæðum á nokkurn hátt með því að velja Dekso AÏR. Síðast en ekki síst hefur málningin einnig fengið M1 merki sem tryggir litla útgufun út í loftið þar sem málningin er borin á.
Sjá nánar um mismunandi merkingar
Þú getur fundið Dekso AÏR hér á vefnum eða í Flügger versluninni þinni.