Interior Color Collection

LitIr veita okkur innblástur. Þeir kveikja hjá okkur tilfinningar og skerpa athygli okkar. Litir umlykja okkur á hverjum einasta degi og hafa áhrif á hvernig við hegðum okkur, hvernig okkur líður og hvað við gerum.

Lestu áfram og kynntu þér nýja litakortið okkar. Eða smelltu hér til að sjá alla 72 litina. 

KYNNING

Hinn fullkomni fjólublái litur á skrifstofu getur auðgað sköpunargáfu okkar og hvatt til nýs hugsunarháttar. Dempaður blár tónn í svefnherberginu mun hafa áhrif á okkur til lengri og dýpri svefns. Að velja skærrauðan lit mun breyta fókusnum í rýminu í eitthvað alveg nýtt! 

Nýja litakortið okkar er hannað til að hjálpa þér að leita að þeim litum sem endurspegla þig og eiga best við í þínu lífi. Þú þarft aðeins að spyrja sjálfan þig; Hvaða strauma og persónuleika myndi ég vilja endurspegla með lit? 

4 MOODS: POSITIVE | CALMING | PERFORMANCE | REFLECTIVE

Atferlisvísindi hafa á undanförnum árum ítrekað bent á tengslin milli lita og tilfinninga. Litir styrkja tengsl okkar við annað fólk. Litir geta líka eflt okkur eða dregið úr okkur í tilteknum aðstæðum. Litur getur einig haft áhrif á hvernig þú vinnur í, eða notar rýmið sem hann er í. Í samstarfi við litasérfræðinga hjá PEJ Gruppen höfum við nú handvalið 72 liti sem hjálpa þér að skapa það andrúmsloft sem þú vilt að rýmið eða herbergið endurspegli. 

Hin sérstaka, róandi tilfinning sem við upplifum þegar við erum umkringd grænum tónum náttúrunnar. Hin orkumiklu áhrif sem skarpari litbrigði kalla fram. Eða skapandi innblástur sem maður fær frá hlýjum fjólubláum lit. 

Við veljum litina okkar með fagurfræði og tískustrauma í huga en tökum einnig tillit til þess hvernig litirnir hafa áhrif á heimilið, líðan okkar og lífsgæði. Við höfum því skipt litum okkar í 4 MOOD eftir áhrifum þeirra: 

POSITIVE, CALMING, PERFORMANCE og REFLECTIVE  

18 HARMONIES

Viltu sameina fleiri en einn lit í herberginu? Það getur verið snúið verkefni að lífga upp á heimilið þitt með réttum litum. Þú gætir velt því fyrir þér hvort ákveðnir litatónar passi saman, hvort liturinn láti herbergið virka stærra eða minna eða hvort liturinn henti þínum persónulega stíl ... 

Við höfum þróað þetta litakort til að auðvelda þér litavalið. Hver dálkur í litakortinu samanstendur af 4 litum sem valdir eru með bæði fagurfræði og skilvirkni í huga. Þannig geturðu auðveldlega fundið liti sem passa hver við annan og framkallað það andrúmsloft sem þú vilt. 

Skoðaðu hin 18 mismunandi HARMONIES í litakortinu ef þú ert að leita að innblæstri. Kannski er góð hugmynd að skoða ”Focused” litbrigðin fyrir heimaskrifstofuna þína? 

72 LITIR

Smelltu á það MOOD sem þú vilt skoða nánar. Lærðu meira um litina og hvernig þeir hafa áhrif á okkur. Og fáðu hugmyndir um hvar og hvernig þú getur notað þá. 

1

20 POSITIVE LITIR

Lestu meira um jákvæða, bjartsýna andrúmsloftið og litina sem þeim tengjast 

2

20 CALMING LITIR

Lestu meira um róandi stemningu og tilheyrandi liti 

3

16 PERFORMANCE LITIR

Lestu meira um aðstæður og umhverfi sem bæta afköst og litina sem því tengjast 

4

16 REFLECTIVE LITIR

Lestu meira um hugvekjandi stemningu og tengda liti