Interior Color Collection: Calming mood

Hinir 20 CALMING litir eru yndisleg blanda af mjúkum, skemmtilegum og dempuðum tónum með litablæ sem skín þægilega í gegn. Litirnir eru hannaðir til að róa hugann og skapa þægilegt umhverfi.

MOOD: CALMING - Harmony: Meditative

HVAR Á AÐ NOTA ÞÁ?

CALMING litirnir henta vel þegar þú vilt búa til afslappað umhverfi sem hjálpar þér að finna frið frá hinu hversdagslega amstri. Þetta getur verið gott í herbergjum eins og: 

  • Svefnherbergi 
  • Barnaherbergi 
  • Sjónvarpsherbergi 
  • Gestaherbergi 

 
Pantaðu litaprufur með nýju litunum HÉR 

HVERNIG Á AÐ NOTA LITINA?

Viltu sameina fleiri en einn lit í herberginu? Calming Mood samanstendur af 5 Harmonies; Blissful, Meditative, Soothing, Sleepy og Relaxing. Ef þú notar eina af þessum litaharmoníum sem útgangspunkt getur það virkað hvetjandi og gert ferlið skemmtilegra. 

Ekki láta sköpunargáfu þína takmarkast við veggina. Það eru svo margir aðrir fletir sem hægt er að mála, svo sem borðplötur, loft, hurðir, gluggakistur, húsgögn osfrv. Veldu til dæmis Soothing Harmony í stofuna til að hjálpa þér að róa þig niður eftir langan dag. 

BLISSFUL

MEDITATIVE

SOOTHING

SLEEPY

RELAXING