“Það er ekkert í mínu lífi sem ég tek rosalega alvarlega."

Látleysi, fagurfræðileg skynsemi og mikil ást á endurnýtingu einkenna innanhússhönnun 111 fm íbúðarinnar í Kristjánshöfn. Komdu í heimsókn til Freddie Cruise sem býr ásamt kærustu sinni Mayu, þar sem þau hafa lífgað uppá gömlu íbúðina með fallegum litum og dýrindis endurnýttum húsgögnum.

Upprunaleg smáatriði

Þegar þú kemur inn í íbúð Freddie og Maya hrífst þú af lofthæðinni og stóru háu gluggunum sem bjóða bæði sólarljósi og lífi Kristjánshafnar inn. Það hefur þó tekið nokkra vinnu að endurheimta gömlu sálina og fagurfræðina, því þegar hjónin tóku við íbúðinni hafði fyrr eigandi lækkað loftin um 1 metra og gluggarnir höfðu verið faldir með stóru innbyggðu húsgagni sem skyggði á útsýnið yfir Torvegade. Með mikilli þrautseigju og ást á sögunni, þá upprunalegu útlitinu, þá náðu þau að kalla fram sögu og mikilvæg smáatriði sem tengdust upprunalegu útliti íbúðarinnar tilbaka.



Skoðaðu alla Flügger 80 litina

Fimm lög af gamalli málningu

Í ferlinu að kalla fram upprunalegu fegurð íbúðarinnar, þurfti að slípa allt tréverkið. Undir fimm lögum af málningu kom í ljós innsti liturinn - fallegur, daufur grænleitur litur og Freddie var ekki í vafa um að þessi litur myndi prýða íbúðina aftur. Allt tréverk var því málað í "Cool Khaki" sem Freddie, í samvinnu við hönnunarteymi Flügger, komst að væri mjög nálægt upprunalega litnum.



Sjáðu litinn "Cool Khaki"



"Ég elska hluti en ég held að það sé nóg af þeim í þessum heimi – þess vegna leita ég alltaf fyrst og fremst að endurnýtingu þegar ég þarf að finna eitthvað nýtt fyrir íbúðina okkar."

Persónuleiki Freddi skin í gegnum heimilið, það eimar allt af látleysi og fagurfræðilegu innsæi. Það er sjaldan sem hann kaupir nýja hluti og áhugi hans á endurnýtingu þýðir að það krefst þolinmæði og útsjónasemi að velja hvað passar saman og hvað fær að vera inná heimilinu hans.

Til dæmis er stór gólfmotta í stofunni sem hann fann á skransölu fyrir 99 DKK, hún er eins og ný eftir að hafa verið tekin í gegn með teppahreinsi. Ef Freddie langar í eitthvað ákveðið þá bíður hann eftir því að finna svipaðan hlut á nytjamörkuðum.

Freddie finnst að endurnýttir hlutir skapi afslappaða stemingu fyrir utan að það sé betra að velja þá vegna umhverfissjónarmiða og buddunnar. Einnig er minna stress ef eitthvað slettist á endurnýtta hluti, þeir eru lifaðir.




“Það væri stílhreinast að velja 3 liti og hafa þá ráðandi á öllu heimilinu. Það er mjög flott en það er of hamlandi val fyrir mig”


“Oat” skapar rólega stemningu og passar vel við litríku listaverkin og húsgögnin á heimilinu.

Freddie, sem heitir fullu nafni Frederik Brandi er 30 ára og meðeigandi af vinsæla pastaveitingastaðnum Fabro í Kaupmannahöfn.

Allt tréverkið á heimili parsins er í litnum “Cool Khaki”

Hátt til lofts

Hjá Freddie og Mayu er mjög hátt til lofts og ekki bara í bókstaflegri merkingu. Hjá þeim eru engar innanhússhönnunarkreddur heldur er heimili þeirra sönnun þess að miklir kontrastar eða andstæður geta skapað samhljóm. Þegar parið hóf sambúð komu í ljóst að þeirra innanhúss still var mjög ólíkur. Freddie með sinn retro stíl, í sterkum litum, dökkan við, með mikilli grafískri list og krómuð smáatriði. Stíll Mayu var meira lífrænn, með ljósum við, messing smáatriði, jarðlitir og fljótandi form.

Afrakstur samrunans er lifandi og hvetjandi heimili sem endurspeglar ást parsins og virðingu þeirra gagnvart hvort öðru.



Skoðaðu 80 fallega liti

Útsýninu boðið inn

Stofan er máluð í ljósa "Oat" litnum sem endurspeglar rólegheit og fallegu birtuna sem kemur daglega inn í gegnum gluggana. "Oat" með örlítið gylltum undirtón og með græna "Cool Khaki" litnum, sem hefur hneigingu til gulra og græna tóna tengdum 30s byggingarinnar sem er hinum megin við götuna sem sést út um gluggann þeirra. Rólegir tónar stofunnar skapa fallegan undirtón fyrir litríkar andstæður sem eru ráðandi í húsgögnum og listaverkasafni parsins.

Eins og að fá hlýtt faðmlag

Svefnherbergi parsins er rólegt mótvægi við stóru, björtu stofuna. Þegar maður gengur hingað inn er það eins og að fá hlýtt faðmlag. Loftið og veggirnir eru máluð í hlýja "Rouge" litnum til að skapa "kassalagaða umgjörð", eins og Freddie orðar það, og af sömu ástæðu hafa þau valið að varðveita niðurtekið loftið.

Svefnherbergið er hannað til að skapa  þá upplifun að friður sé í herberginu til að passa uppá svefninn og því er ekkert sjónvarp þar og aðeins nokkrar myndir á veggjunum.



Skoðaðu litinn Rouge


Þrjú góð ráð um liti innblásin af Freddie

  • Þegar þú velur liti fyrir heimilið þitt geturðu tekið tillit til þess sem þú sérð í gegnum gluggana á herberginu sem þú ætlar að mála. Það er áhugaverður innblástur í litavali.
  • Málaðu allt tréverk á heimilinu í sama lit til að búa til sameiginlegan þráð í gegnum allt heimilið.
  • Málaðu loft og veggi í sama lit til að búa til notalegt "ferkantað rými".

Sérvaldir Flügger 80 litir

1

Skoðaðu alla Flügger 80 litina

Kíktu hér