"Ég held að sköpunargáfan geti farið úr böndunum ef þú vilt gera allt"
Þegar Magnús kom inn í íbúðina sína í fyrsta skipti sem er við Søerne í Kaupmannahöfn í desember 2023 leið honum eins og hann hefði farið í tímavél. Íbúðin sem er í hinu merka Vestersøhus var að mestu leyti upprunaleg frá árinu 1939, árið sem hún var byggð. Byggingin er friðlýst og er eitt af aðalverkum Kay Fisker. Byggingin er klassískt dæmi um fúnksjónalískan byggingarstíl sem kom fram á þriðja áratug síðustu aldar. Það var einmitt þessi samsetning sögu og staðsetningar sem varð til þess að Magnús varð ástfanginn af íbúðinni.
List hins mögulega
Það þarf bæði þolinmæði og yfirsýn við að gera upp friðlýst íbúðarhúsnæði. Byggingunni fylgir sérstök verndarhandbók, sem og samstarf við dönsku hallar- og menningarmálastofnunina til að tryggja að breytingar sem gerðar eru séu samræmi við reglur í kringum friðlýstar byggingar. En þó að sumum þætti þessar takmarkanir koma í veg fyrir alls kyns möguleika, lítur Magnús á þær sem spennandi áskorun sem veitir sköpunargáfunni stefnu og fókus. Vel ígrunduð áætlun og skýr stefna hefur verið Magnúsi nauðsynleg í gegnum endurbæturnar. Hann kastaði sér út í verkefnið eins og sá lögfræðingur sem hann er: greinandi, skipulagður, með fókus á smáatriði og lausnamiðaður.
Þetta byrjaði allt með ”moodboard” þar sem litir og efni voru samræmd til að tryggja sama rauða þráðinn um allt heimilið. Magnús sótti sinn innblástur með því að rannsaka upprunaleg smáatriði íbúðarinnar, umhverfi hússins og sögu arkitektsins Kay Fisker.
"Þetta hefur snúist um að kanna hvað væri hægt að gera innan rammans. Ætti ég að gera málamiðlanir eða ætti ég að finna allt aðra lausn?"
Samhangandi litaheimur
Til að skapa tengingu á milli íbúðarinnar og útsýnisins byggðist litaval Magnúsar á litum sem fundust í kringum ytra umhverfi byggingarinnar. Úr eldhúsinu og borðstofu er útsýni yfir á Arne Jacobsen byggingu sem er klædd gleri í grænleitum tónum, en úr stofunni horfir hann út á trjátoppana við Sankt Jørgen's vatnið. Þess vegna féll valið í grænan litaskala.
Í leit sinni að réttu grænu litbrigðunum valdi Magnús 20 litaprufur sem allar voru málaðar á veggina til að geta fengið tilfinningu fyrir litunum og hvernig þeir virkuðu saman. Hann endaði á að velja "Anker" fyrir stóru rými heimilisins; borðstofu, stofu og svefnherbergið. Magnús valdi að velja tvo liti á veggina, efri og neðri hluta þeirra.
”Anker” var málaður á efri hluta veggjanna og sameinaði þannig herbergin þrjú með því litavali. Hann valdi svo mismunandi liti fyrir neðri hluta veggjana fyrir þessi rými, sem eru samt allir græntóna. "Cool Khaki" í svefnherberginu, "Moss" í stofunni og "Sage" í borðstofunni veita fjölbreytni sem neðri litirnir en skapa samt samræmda heild og tengingu við útsýnið úr íbúðinni.
"Mig langaði að hafa hreyfingu á milli nokkurra grænna tóna, en án þess að það yrði eins og iðandi hrærigrautur."
Samhangandi andstæður
Svartir panelar og listar í íbúðinni eru í senn hneiging til hreinna lína og fúnksjónalismans en um leið smáatriði sem hjálpa til við að undirstrika upprunalegan karakter íbúðarinnar.
Tundurskeytalaga hurðarhúnarnir og gluggakisturnar í svörtum marmara tengjast fallega við svarta tréverkið, eða eins og Magnús orðar það, skapar "ósvífnar andstæður" við mjúku grænu tónana á veggjunum.
Andstæður eru nokkuð sem Magnús er mjög meðvitaður um í innanhússhönnun sinni, þar sem kaldir málmar leika sér við hlýjan við og listmuni, er mjúkur textíll falleg viðbót við sterku línurnar sem húsgögnin einkennast af. Þessi blanda af efnum og upplifunum vekur innanhússhönnunina til lífs
Rými fyrir frið og íhugun
Í takt við funksjónalismann hefur Magnús einbeitt sér að því að hámarka notagildi hinna mismunandi herbergja í innanhússhönnun sinni. Á gólfið hefur hann valið sisal teppi, sem gefur bæði sjónræna rólega upplifun og skemmtilegan hljómburð.
Í þessu herbergi, til að skapa hugarró, hefur hann bara valið einn lit á veggina. Ljósir grænir tónar eru þekktir fyrir að auka einbeitingu og því var "Pocket Green" sjálfsagður kostur fyrir skrifstofuna.
Sjáðu litinn "Pocket Green"
Þrjú góð ráð um liti innblásin af Magnúsi
- Málaðu upp litaprufur – sérstaklega ef þú ætlar að velja nokkra liti fyrir heimilið þitt og langar að sjá hvernig litirnir fara saman.
- Veldu sama grunnlit fyrir herbergin og málaðu efrihluta veggjana í þeim lit og neðri hluta veggjanna í mismunandi litbrigðum innan sama litakvarða til að skapa fíngerðan litaleik á öllu heimilinu.
- Skapaðu samræmi á milli upprunalegu sögu hússins og nýrra tíma með því að láta litaval þitt byggjast á upprunalegum smáatriðum heimilisins og umhverfi hússins.