Nútímaleg og hlýleg litakort
Nú hefur veturinn haldið innreið sína og við hjá Flügger eigum til litakortin sem setja hlýjan og nútímalegan blæ á heimilið. Við Íslendingar verðum sífellt áræðnari í litavali og hér sýnir einn starfsmaður okkar nokkra af mest seldu litunum okkar.
Fyrsta litakortið byggir á sérlega fallegum vínrauðum lit, 4388. Við settum þann lit saman við IN-753 Afternoon Delight, No.32 Grey og No.40 Mushroom Grey. Litakortið er fágað og fallegt og er skemmtileg blanda fallegra haustlita í djúpum tónum sem auðvelt er að nota með ljósbrúnum og gráum tónum.
Næsta litakort er framsækið og nútímalegt og grundvallast á hlýjum tónum, með 4337 Golden Stone sem grunnlit og No.43 Mission White sem andstæðulit. Til að setja punktinn yfir i-ið notum við bláan til að brjóta upp, eða IN-733 Blue Shade 4, sem skapar spennandi leik litbrigðanna.
Þá kemur litakort sem byggir á sérvörunni KABRIC í litnum Unity. Lifandi tjáningin á veggnum er bætt upp með jarðlitum eins og No.73 Oxidbrun og No.74 Umbra Brændt, sem gefur heildarútlitinu stílhreint og klassískt útlit, auk lúxustilfinningar.
Loks kemur litakort sem hefur litinn Lerke S6020-B sem grunnlit. Við notum þann lit með S6010-B10G og S8502-G, sem eru báðir djúpir, flottir litir. Þessir litir hæfa haust- og vetrarstemningunni sérlega vel. Litirnir hafa hlýlegt yfirbragð með gráum undirtónum sem leika einkar fallega saman. Þessir litir geta farið mjög vel við náttúruleg blæbrigði í innréttingum og innanhússhönnun.