Nokkur hollráð um málningarvinnu með viðarvörn
Það er mikilvægt að bera viðarvörn á ómeðhöndlaðan við, en það er gott að undirbúa verkið vel. Vissir þú til dæmis að það skiptir heilmiklu máli hvenær þú meðhöndlar viðinn? Og að það er mikilvægt að skoða veðurspána vel áður en þú dregur fram pensilinn og opnar dósina? Þess vegna höfum við hjá Flügger-litum tekið saman ýmis góð ráð sem geta gagnast þér við meðhöndlun tréverks utandyra.
Svona málar þú við utandyra – skref fyrir skref:
Notaðu pensil af sömu breidd og borðin sem þú ætlar að mála. Þannig fæst snyrtilegri og jafnari áferð.
Gættu þess að mála eitt svæði/eitt borð/eina spýtu í einu alveg til enda, eða „blautt á blautt“, því þannig forðast þú skörun og tryggir að málningin dreifist jafnt.
Notaðu jafnar og beinar strokur – byrjaðu ofan frá og strjúktu niður á við.
Mundu að mála í sömu átt og borðin – í þessu tilviki eiga strokurnar að vera lóðréttar.
Notaðu sömu aðferð við allt verkið, frá upphafi til enda.
Hafðu í huga að veður og árstími hafa mikil áhrif á endanlega útkomu. Besti árstíminn til að nota viðarvörn er þegar hitastigið er minnst 5°C og þurrt framunda.
Hefur þú spurningar um málningarverkefnið? Líttu við í næstu Flügger-verslun, því við erum ævinlega fús til að leiðbeina þér.
Gangi þér vel!