Málarinn

Í hálfa öld hefur þessi táknræni málari verið hluti af sjónrænni sjálfsmynd Flügger. Málarinn er meira en bara lógó - hann er tákn um langa sögu okkar sem birgi málaraiðnaðarins og áframhaldandi stefnu okkar að framleiða ávalt vörur í hæsta gæðaflokki.

Málarinn fæddist árið 1974 þegar Flügger hóf sölu til einkaaðila. Þessi stækkun fyrirtækisins var svar við efnahagskreppunni sem skall á upp úr 1970, sem bitnaði mjög á sölu Flügger til fagfólks. Nýja stefnan með áherslu á einkaaðila reyndist vel þar sem nýopnuðu sérleyfisverslanir mættu vaxandi gera-það-sjálf(ur) (“do-it-yourself”) eftirspurninni sem fylgdi í kjölfar kreppunnar.

Málarinn táknar bæði fortíð og framtíð Flügger. Hann er áminning um hollustu okkar við málarastéttina og er í senn skilaboð til viðskiptavina okkar að við höldum áfram að framleiða vörur af faglegum gæðum.

Hér má sjá hvernig málarinn hefur þróast með tímanum frá upprunalegu myndinnií átt að einfaldari, grafískri myndskreytingu.

Málarinn 1975-2024